Ganamaðurinn Michael Essien hefur framlengt samning sinn við Englands- og bikarmeistara Chelsea um tvö ár að því er fram kemur á vef félagsins í dag.
Með nýja samningnum en Essien bundinn Lundúnaliðinu til ársins 2015 en hann kom til liðsins frá franska liðinu Lyon árið 2005 og greiddi Chelsea 26 milljónir punda.
Essien hefur leikið 188 leiki með Chelsea-liðinu og hefur í þeim skorað 22 mörk en hann gat ekkert leikið með liðinu frá áramótum vegna meiðsla og verður ekki með Ganamönnum á HM.