Eiður Smári beðinn afsökunar

Eiður Smári fagnar marki með Tottenham.
Eiður Smári fagnar marki með Tottenham. Reuters

Enska slúðurblaðið Daily Star birti í gær afsökunarbeiðni vegna fréttar um Eið Smára Guðjohnsen á forsíðu blaðsins í byrjun mars á þessu ári. Blaðið birti mynd af Eiði þar sem hann var sakaður um með háttalagi sínu að hafa verið að heilsa að sið nasista.

Eiður neitaði harðlega ásökunum blaðsins og sagðist hafa verið að segja brandara þegar myndin var tekin og félagar Eiðs Smára sem voru með honum sögðu að hann hafi einfaldlega verið að segja brandara um Mexíkana sem hafi verið að þefa af fingrum sínum.

Afsökun Daily Star, smellið HÉR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert