Messi: Fabregas vill koma til Barcelona

Cesc Fabregas og Lionel Messi léku saman í unglingaliði Barcelona.
Cesc Fabregas og Lionel Messi léku saman í unglingaliði Barcelona. Reuters

Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur blandað sér í umræðuna um Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, og mögulega sölu hans til Barcelona í sumar. Messi segir að Fabregas, sinn gamli vinur, vilji koma til Katalóníuliðsins.

„Við erum í sambandi, tölum saman af og til og sendum hvor öðrum tölvupósta. Hann vill koma til Barca og við bíðum og sjáum til hvað gerist. Ég vona að það finnist lausn á þessu og hann komi aftur svo við getum spilað saman," sagði Messi en hann og Fabregas eru jafngamlir og spiluðu saman í unglingaliði Barcelona á sínum tíma.

„Engum datt í hug á þeim tíma við við myndum spila saman með aðalliði Barcelona síðar meir, sérstaklega ekki eftir að Cesc og Gerard Piqué fóru frá okkur. Það yrði mjög sérstakt ef við yrðum allir aftur saman í liði, og mjög gaman fyrir alla þá sem voru í unglingaliðinu okkar," sagði Messi við spænska íþróttablaðið Sport.

Messi og félagar í argentínska landsliðinu mæta Suður-Kóreu á HM í Suður-Afríku í dag klukkan 11.30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert