Englendingar í alrauðum búningum

Fabio Capello messar yfir sínum mönnum á æfingu enska landsliðsins …
Fabio Capello messar yfir sínum mönnum á æfingu enska landsliðsins í gær. Reuters

Englendingar verða í alrauðum búningum í leiknum mikilvæga gegn Slóvenum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í dag. Þetta verður aðeins í sjötta sinn í sögunni sem Englendingar leika í rauðum búningum en síðast gerðu þeir það fyrir 15 árum í 3:1 ósigri á móti Brasilíumönnum í vináttuleik.

Enska landsliðið hefur aðeins einu sinni klæðst alrauðum búningum á HM en það var árið 1962 í Chile í 0:0 jafnteflisleik gegn Búlgaríu.

Englendingar verða að leggja Slóvena að velli í dag til að komast í 16-liða úrslitin en staðan í C-riðlinum fyrir leikina í dag er þessi: Slóvenía 4, England 2, Bandaríkin 2, Alsír 1.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert