Ballack genginn í raðir Leverkusen

Michael Ballack í leik með Chelsea.
Michael Ballack í leik með Chelsea. Reuters

Þýski landsliðsmaðurinnn Michael Ballack sem hefur leikið með Englands- og bikarmeisturum Chelsea undanfarin ár er búinn að semja til tveggja ára við þýska liðið Bayer Leverkusen. Þetta kemur fram á vef félagsins.

Ballack var ekki boðinn nýr samningur við Chelsea þegar samningur hans rann út eftir tímabilið og í kjölfarið setti Leverkusen sig í samband við miðjumanninn sterka sem ekki gat spilað með Þjóðverjum á HM vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Chelsea undir lok tímabilsins.

Talið er Ballack fái um 5 milljónir evra í laun á ári hjá Leverkusen sem jafngildir um 800 milljónum króna.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert