Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, sagði eftir 1:4 ósigurinn gegn Þjóðverjum í 16-liða úrslitunum á HM í dag að hann ætlaði ekki að segja af sér þó England væri fallið úr keppni.
Hann kvaðst hinsvegar ætla að kalla eftir viðræðum við stjórn enska knattspyrnusambandsins um framtíð sína með liðið.
„Mér fannst við spila vel þegar staðan var 2:1 en ég varð fyrir vonbrigðum með leik okkar eftir að þeir skoruðu þriðja markið," sagði Capello við fréttamenn eftir leikinn í dag.