Löglegt mark Englands ekki viðurkennt

Frank Lampard skýtur að marki Þjóðverja, boltinn fór í þverslána …
Frank Lampard skýtur að marki Þjóðverja, boltinn fór í þverslána og vel innfyrir marklínuna. Reuters

Fullkomlega löglegt mark Englands gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitunum á HM í knattspyrnu í dag var ekki dæmt gilt. Frank Lampard átti þrumuskot í þverslána og inn á 38. mínútu og hefði jafnað leikinn í 2:2. Aðstoðardómari var ekki með á nótunum og leikurinn hélt áfram.

Í sjónvarpsútsendingu sást greinilega að boltinn fór langt innfyrir marklínuna. Segja má að þarna hafi Þjóðverjar fengið hefnd fyrir atvikið fræga á Wembley í úrslitaleik þjóðanna árið 1966 þegar Geoff Hurst átti skot í þverslá og niður á marklínuna, eða innfyrir hana, og mark var dæmt.

Leikurinn hefur verið geysileg skemmtun til þessa. Rúmar 40 mínútur eru liðnar og staðan 2:1 fyrir Þýskaland. Miroslav Klose og Lukas Podolski komu Þjóðverjum í 2:0, Matthew Upson minnkaði muninn á 37. mínútu og aðeins mínútu síðar kom sláarskotið umdeilda.

Sami aðstoðardómari gerði mistök fyrr í leiknum þegar Jermain Defoe átti skalla í þverslána á marki Þýskalands. Hann dæmdi Defoe rangstæðan en í ljós kom að það var rangur úrskurður.

Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Wayne Rooney og Steven Gerrard kvarta við Jorge Larrionda yfir …
Wayne Rooney og Steven Gerrard kvarta við Jorge Larrionda yfir því að markið skuli ekki dæmt gilt. Reuters
David Beckham segir nokkur vel varin orð við aðstoðardómarann.
David Beckham segir nokkur vel varin orð við aðstoðardómarann. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert