Þjóðverjar skelltu Englendingum 4:1

Þýskaland sigraði England, 4:1, í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppni karla í fótbolta í Bloemfontein, einni þriggja höfuðborga Suður-Afríku, í dag. Þýskaland mætir Argentínu eða Mexíkó í 8-liða úrslitum keppninnar.

Miroslav Klose og Lukas Podolski komu Þjóðverjum snemma í 2:0 en Matthew Upson minnkaði muninn fyrir England á 37. mínútu. 2:1. Aðeins mínútu síðar var löglegt mark haft af Englendingum, Frank Lampard átti skot í þverslána og vel innfyrir línuna en aðstoðardómari var ekki með á nótunum og leikurinn hélt áfram.

Það var síðan Thomas Müller sem tryggði Þjóðverjum sigurinn með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili um miðjan síðari hálfleik.

Lið Þýskalands: Neuer - Lahm, Mertesacker, Friedrich, Boateng, Khedira, Schweinsteiger, Müller, Özil, Podolski, Klose.
Varamenn: Butt, Wiese, Aogo, Badstuber, Jansen, Tasci, Kroos, Martin, Trochowski, Gomez, Keissling.

Lið Englands: James - Johnson, Terry, Upson, Cole - Milner, Barry, Lampard, Gerrard - Rooney, Defoe.
Varamenn: Green, Hart, Carragher, Dawson, King, Warnock, Carrick, J.Cole, Lennon, Wright Phillips, Crouch, Heskey.




Miroslav Klose kemur Þjóðverjum í 1:0.
Miroslav Klose kemur Þjóðverjum í 1:0. Reuters
Bastian Schweinsteiger og Wayne Rooney í baráttunni.
Bastian Schweinsteiger og Wayne Rooney í baráttunni. Reuters
Þýskaland 4:1 England opna loka
90. mín. Leiktíminn liðinn, 2 mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert