Framtíð Capello ræðst á næstu vikum

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, vill halda áfram. Ekki er víst …
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, vill halda áfram. Ekki er víst að stjórn enska knattspyrnusambandsins sé á sama máli. Reuters

Framtíð Fabio Capello í starfi landsliðsþjálfara Englendinga í knattspyrnu, er í höndum stjórnar enska knattspyrnusambandsins. Capello sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann vilji gjarnan halda áfram og standa við samning sinn sem gildir fram yfir EM eftir tvö ári.

Sir Dave Richards, formaður enska knattspyrnusambandsins sagði Capello í morgun að ákvörðun verði tekin á næstu einni til tveimur vikum hvort Capello haldi áfram eða verði skipt út. 

Capello er sagður hafa fimm milljónir punda í árslaun, jafnviði um 960 milljóna króna. 

Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá féll enska landsliðið úr keppni á HM í gær þegar það tapaði, 4:1, fyrir Þýskalandi.

Enska landsliðinu gekk afar vel í undankeppninni. Eftir að henni lauk hefur gengi þess ekki verið eins gott. Capello sagði leikmenn enska landsliðsins hafa verið þreytta og að sumir hafi aldrei náð sér á strik með þeim afleiðingum að þeir voru ekki nema skugginn af sjálfum sér í leikjum heimsmeistaramótsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert