Benítez vill fá þrjá frá Liverpool

Lucas er einn þeirra sem Benítez er á höttunum eftir.
Lucas er einn þeirra sem Benítez er á höttunum eftir. Reuters

Rafael Benítez nýráðinn þjálfari Evrópu- og Ítalíumeistara Inter er sagður vera á höttunum eftir þremur leikmönnum Liverpool sem léku undir hans stjórn. Um er að ræða þá Glen Johnson, Daniel Agger og Lucas Leiva.

Benítez gerði starfslokasamning við Liverpool fyrr í þessum mánuði en hann hafði þá verið við stjórnvölinn hjá liðinu í sex ár.

Líklegt þykir að Inter selji brasilíska bakvörðinn Maicon fyrir væna fúlgu og þá peninga hyggst Benítez meðal annars nota til að fá Liverpool mennina þrjá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert