Rafael Benítez nýráðinn þjálfari Evrópu- og Ítalíumeistara Inter er sagður vera á höttunum eftir þremur leikmönnum Liverpool sem léku undir hans stjórn. Um er að ræða þá Glen Johnson, Daniel Agger og Lucas Leiva.
Benítez gerði starfslokasamning við Liverpool fyrr í þessum mánuði en hann hafði þá verið við stjórnvölinn hjá liðinu í sex ár.
Líklegt þykir að Inter selji brasilíska bakvörðinn Maicon fyrir væna fúlgu og þá peninga hyggst Benítez meðal annars nota til að fá Liverpool mennina þrjá.