Tottenham neitar fréttum um Kjær og Cavani

Simon Kjær í leik með Dönum gegn Hollendingum á HM.
Simon Kjær í leik með Dönum gegn Hollendingum á HM. Reuters

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham segja að kollegar sínir hjá Palermo á Ítalíu fari með rangt mál en þeir fullyrtu að Tottenham hefði boðið 28 milljónir punda í Danann Simon Kjær og Úrúgvæjann Edinson Cavani.

„Fullyrðingar Palermo eru rangar. Við höfum ekki  gert tilboð í þessa leikmenn," sagði talsmaður Tottenham við Sky Sports.

Áður hafði forseti Palermo sagt við Sky Italia að tilboð Tottenham væri of gott til þess að hægt væri að hafna því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert