Simon Grayson knattspyrnustjóri Leeds United hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið en undir hans stjórn endurheimti Leeds sæti sitt í 1. deildinni.
Grayson, sem áður var við stjórnvölinn hjá Blackpool, tók við stjórninni hjá Leeds í desembermánuði 2008 en Grayson lék með Leedsurum á árum áður. Á dögunum var hann orðaður við stjórastarfið hjá Nigel Pearson en nú er það orðið ljóst að hann mun halda kyrru fyrir hjá Leeds.
,,Ég er mjög ánægður að félagið vilji gera við mig lengri samning. Það hefur alltaf verið ætlun mín að gera enn betur með félaginu og ég vona að við náum að uppfylla draum allra stuðningsmanna að vinna okkur sæti í úrvalsdeildinni,“ segir Grayson á vef Leeds.