Redknapp hjá Tottenham til 2013

Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Reuters

Harry Redknapp knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham hefur framlengt samning sinn við Lundúnaliðið og er nú bundinn því til ársins 2013.

Samningur Redknapps við Tottenham átti að renna út á næsta ári en stjórnendur félagsins lögðu mikla áherslu á að framlengja samninginn við stjórann enda hefur hann náð hreint frábærum árangri með liðið.

,,Það er með ánægju sem félagið að það hafi framlengt samninginn við Harry Redknapp til ársins 2013.  Harry stýrði liðinu í fjórða sæti í úrvalsdeildinni á sínu fyrsta heila ári með liðið og það er besti árangur liðsins frá stofnum úrvlasdeildarinnar,“ segir á vef Tottenham.

Redknapp tók við stjórastöðunni hjá Tottenham í október 2008 en þá sat Tottenham í botnsæti úrvalsdeildarinnar með aðeins 2 stig eftir átta leiki. Ótrúlegur viðsnúningur varð með komu Redknapps. Liðinu tókst að forðast fall vorið 2009 og á síðustu leiktíð hafnaði það í fjórða sæti og vann sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn.



 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert