Tottenham bannar vuvuzela

Þessi knattspyrnuáhugamenn fá ekki aðgang með lúðra sína á heimaleiki …
Þessi knattspyrnuáhugamenn fá ekki aðgang með lúðra sína á heimaleiki Tottenham á næsta keppnistímabili. Reuters

Tottenham varð í dag fyrsta enska úrvalsdeildarliðið til þess að bann hina vinsælu vuvuzela lúðra á heimavelli sínum, White Hart Lane. Lúðrarnir voru afar vinsælir á kappleikjum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Suður-Afríku en um leið umdeildir þar sem mörgum leiddist hljóð þeirra.

Nokkur umræða hefur verið um notkun  vuvuzela lúðranna á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar á komandi leiktíð. Forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafa sagt það vera komið undir hverju félagi fyrir sig hvort það heimili notkun þeirra eða ekki. Tottenham hefur sem sagt riðið á vaðið og þar á bæ vilja menn ekki sjá þessa lúðra. Forráðamenn Tottenham segjast vera mjög ánægðir með stemninguna á leikvelli félagsins og þeir vilji ekki eiga á að hættu að hún breytist til hins verra þegar áhorfendur fara að þeyta plastlúðrana í tíma og ótíma.

Mikið hefur verið selt af  vuvuzela lúðrunum á Bretlandseyjum síðustu vikur og má reikna með að eitthvað verði um að áhorfendur mæti með þá á kappleiki þegar leiktíð knattspyrnumanna hefst víðsvegar um eyjarnar í næsta mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert