Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði fyrra mark Reading þegar liðið vann Wycombe Wanderers, 2:1, í æfingaleik í dag. Hann tók tvær vítaspyrnur í leiknum og nýtti aðra.
Gylfi jafnaði metin fyrir Reading úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik og nokkrum mínútum síðar var Gylfi felldur í góðu færi og aftur bent á vítapunktinn. Hann tók spyrnuna sjálfur en að þessu sinni varði markvörður heimaliðsins.
Gylfi lék í 80 mínútur með Reading og Brynjar Björn Gunnarsson síðustu 25 mínúturnar. Ívar Ingimarsson fyrirliði er ekki byrjaður að spila með liðinu eftir meiðsli sem hann varði fyrir seint á síðasta tímabili.