Hermann í viðræður

Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Reuters

Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður í knattspyrnu er að hefja viðræður við enska 1. deildarfélagið Portsmouth um nýjan samning og vonast til að vera áfram hjá félaginu á komandi leiktíð. Hermann sleit hásin í mars og missti því af síðustu vikum Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í bili, en er á réttri leið með að jafna sig á þeim meiðslum.

„Ég er byrjaður að hlaupa aðeins. Endurhæfingin gengur vel og er alveg samkvæmt áætlun. Það er alltaf reiknað með 6-9 mánuðum í svona meiðsli og stefnan er sett á að koma til baka í október eða nóvember. Það er ekki spurning að ég ætla mér að koma til baka sem fyrst, en það er bjartsýni að ætla að vera orðinn góður í október,“ sagði Hermann í samtali við Morgunblaðið í gær.

Hermann er nýkominn heim úr æfingaferðalagi með Portsmouth til Bandaríkjanna þar sem hann æfði þó ekki með liðinu en fékk tækifæri til að kynnast nýjum knattspyrnustjóra félagsins, Steve Cotterill. Nú taka við samningaviðræður við félagið.

Viðtalið í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert