Hughes að taka við Fulham

Mark Hughes.
Mark Hughes. Reuters

Enskir netmiðlar greina frá því í kvöld að flest bendi til þess að Mark Hughes fyrrum knattspyrnustjóri Manchester City verði ráðinn næsti stjóri Fulham og leysi Roy Hodgson af hólmi sem er tekinn við liði Liverpool.

Fullyrt er að Fulham hafi gert Hughes tilboð og er líklegt að gengið verði frá samningi við hann áður en vikan er öll. Talið er að Hughes muni reyna að fá Criag Bellamy frá Manchester City en framherjinn knái lék undir stjórn Hughes hjá City.

Hughes, sem einnig hefur verið við stjórnvölinn hjá Blackburn, var sem kunnugt er sagt upp störfum hjá Manchester City í byrjun síðustu leiktíðar og Roberto Mancini ráðinn í hans stað.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert