Hodgson ánægður með ungu strákana

David Ngog fagnar marki ásamt David Amoo og Martin Kelly.
David Ngog fagnar marki ásamt David Amoo og Martin Kelly. Reuters

Roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool var mjög sáttur við frammistöðu sinna manna gegn FK Rabotnicki í Evrópudeildinni í kvöld en hann stýrði liðinu til 2:0 sigurs í sínum fyrsta mótsleik.

,,Ég er mjög sáttur. Þetta var leikurinn sem hefði getað reynst okkur mjög erfiður. Það var fjölmenni á leiknum og margir liðsmanna minna í kvöld ekki vanir því að spila fyrir framan svona marga áhorfendur,“ sagði Hodgson sem tefldi fram mörgum ungum og óreyndum leikmönnum.

,,Strákarnir lögðu sig vel fram í leiknum og við förum á Anfield með gott veganesti,“ sagði Hodgson en það var Frakkinn David Ngog sem skoraði bæði mörk Liverpool í leiknum.

Liverpool liðið lék án 10 leikmanna sem léku á HM í Suður-Afríku og voru margir stuðningsmenn liðsins með hnút í maganum fyrir leikinn. 






mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert