Rooney búinn að koma sér í vandræði

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Reuters

Wayne Rooney framherji Manchester United er búinn að koma sér í vandræði en enska götublaðið The Sun birtir í dag mynd af honum sem tekin var á sunnudagsmorguninn þar sem sést til kappans vel við skál, reykjandi og syngjandi úti á götu.

Víst er þessi hegðan Rooney mun ekki falla vel í knattspyrnustjórann Sir Alex Ferguson enda er honum annt um að leikmenn séu góð ímynd fyrir félagið. Rooney mun örugglega verða kallaður á teppið hjá stjóranum.

Rooney gæti átt yfir höfði sér sekt og Ferguson gæti refsað framherjanum snjalla með því að tefla honum fram í leiknum gegn Chelsea um næsti helgi í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn en Ferguson hugðist hvíla leikmanninn fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni sem hefst um aðra helgi.

Rooney leikur hins vegar á morgun fyrsta leikinn með United á undirbúningstímabilinu þegar liðið mætir úrvalsliði írsku deildarinnar í Dublin.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert