Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hafi mikinn áhuga á að fá franska miðjumanninn Lassana Diarra til liðs við sig frá Real Madrid en hann var áður á mála hjá Lundúnaliðunum, Arsenal og Chelsea auk þess sem hann lék um tíma með Portsmouth.
Eftir að Real Madrid festi kaup á þýska miðjumanninum Sami Khedira fyrir helgina er allt orðið flæðandi af miðjuspilurunum í herbúðum Madridarliðsins og ekki pláss fyrir þá alla. Spænska blaðið AS greinir frá því að Ferguson sé tilbúinn að punga út 20 milljónum punda fyrir Diarra eða sama verð og Real Madrid keypti hann frá Portsmouth.