Capello valdi Wilshere í landsliðshópinn

Jack Wilshere er í leikmannahópnum líkt og fleiri Arsenal-menn.
Jack Wilshere er í leikmannahópnum líkt og fleiri Arsenal-menn. Reuters

Fabio Capello landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu gerir fjölda breytinga á leikmannahópi sínum fyrir æfingaleikinn gegn Ungverjalandi á miðvikudag. Þrettán leikmenn úr HM-hópnum eru ekki í hópnum sem telur 23 manns.

Hinn 18 ára gamli Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, er á meðal þeirra sem valdir voru að þessu sinni sem og liðsfélagar hans, þeir Kieran Gibbs og Theo Walcott. Bobby Zamora, leikmaður Fulham, er einnig í hópnum sem og Adam Johnson leikmaður Manchester City.

Markverðirnir David James og Robert Green eru hins vegar ekki í hópnum. Ekki frekar en Ledley King, Joe Cole, Jermain Defoe, Peter Crouch, Aaron Lennon og Matthew Upson.

Leikmannahópurinn:  Foster (Birmingham), Hart (Manchester City), Robinson (Blackburn), Brown (Manchester United), Cahill (Bolton), A. Cole (Chelsea), Dawson (Tottenham), Gibbs (Arsenal), Jagielka (Everton), G. Johnson (Liverpool), Terry (Chelsea), Barry (Manchester City), Gerrard (Liverpool), A. Johnson (Manchester City), Lampard (Chelsea), Milner (Aston Villa), Young (Aston Villa), Walcott (Arsenal), Wilshere (Arsenal), Bent (Sunderland), C. Cole (West Ham), Rooney (Manchester United), Zamora (Fulham).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert