Skotlandsmeistararnir sagðir vilja fá Eið Smára

Eiður Smári lék með Tottenham í vetur.
Eiður Smári lék með Tottenham í vetur. Reuters

Skoska knattspyrnufélagið Rangers er í viðræðum við franska félagið Mónakó um kaup á landsliðsmanninum Eiði Smára Guðjohnsen samkvæmt heimildum frönsku útvarpsstöðvarinnar RMC.

Í vor var talið að Eiður Smári, sem var lánaður til Tottenham á síðustu leiktíð, yrði áfram hjá Tottenham en hann virðist ekki vera í framtíðaráætlunum knattspyrnustjórans Harry Redknapp. Eiður hefur einnig verið sterklega orðaður við Fulham en þetta eru fyrstu fréttir sem berast af áhuga Rangers.

Keppni í skosku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi og þar eiga Rangers titil að verja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert