Hver tekur við af O'Neill?

Alan Curbishley er einn þeirra sem orðaður er við stjórastöðuna …
Alan Curbishley er einn þeirra sem orðaður er við stjórastöðuna hjá Aston Villa. Reuters

Forráðamenn Aston Villa ætla að verða fljótir að finna eftirmann Martin O'Neills sem óvænt í dag sagði upp störfum hjá félaginu. Aðeins fimm dagar eru þar til flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni og spurning er hvort nýr stjóri verður kominn í brúnna á Villa Park fyrir þann tíma en nokkrir aðilar hafa strax verið nefndir sem hugsanlegir eftirmenn.

Alan Curbishley fyrrum stjóri Charlton og West Ham er sagður koma sterklega til greina en einnig hefur Þjóðverjinn Jürgen Klinsmann, Serbinn Slaven Bilic, Svíinn Sven Göran Eriksson og Dave Jones, stjóri Cardiff, verið nefndir í þessu sambandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert