Steven Gerrard fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu var hetja Englendinga í kvöld þegar þeir lögðu Ungverja, 2:1, í vináttulandsleik á Wembley. Eftir að Ungverjar náðu forystunni með sjálfsmarki Englendinga tók Gerrard til sinna ráða og tryggði enska liðinu sigur með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla.
90. Leik lokið með 2:1 sigri Englands.
73.MARK!! Gerrard er búinn að bæta við öðru marki fyrir Englendinga og þeir eru komnir yfir, 2:1. Rétt áður fór Wayne Rooney útaf fyrir James Milner. Gerrard fékk sendingu frá Ashley Young og fyrirliðinn sneri laglega af sér varnarmenn og afgreiddi boltann snyrtilega í netið.
69.MARK!! Englendingar voru ekki lengi að jafna metin. Fyrirliðinn Steven Gerrard skoraði með þrumuskoti af um 25 metra færi. Glæsilegt mark og Gerrard fagnar ógurlega.
62.MARK!! Ungverjar eru komnir yfir á Wembley. Phil Jagielka varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark eftir mistök miðvarðarsins Michael Dawson.
Fabio Capello gerði fjórar breytingar í hálfleiknum. Michael Dawson. Bobby Zamora, Kieran Gibbs og Ashley Young eru komnir inná fyrir, Terry, Ashley Cole, Frank Lampard og Theo Walcott.
Dawson, Zamora, Kieran Gibbs and Ashley Young come on, with Terry, Cole, Lampard and Walcott making way.
Fyrri hálfleik er lokið. Englendingar byrjuðu ágætlega en síðan fjaraði leikur liðsins nokkuð út. Stuðningsmenn enska liðsins eru alla vega ekki ánægðir og margir þeirra bauluðu á ensku leikmennina þegar þeir gengu af velli.
Englendingar náðu að koma boltanum í netið eftir þriggja mínútna leik þegar Rooney kom boltanum í netið en hann var dæmdur rangstæður.
Byrjunarlið Englands: Hart - Glen Johnson, Jagielka, Terry, Cole - Lampard, Barry, Walcott, Gerrard, Adam Johnson - Rooney.