Stoke gekk í kvöld frá kaupum á framherjanum Kenwyne Jones. Stoke greiðir Sunderland 8 milljónir punda eða sem jafngildir tæpum 1,5 milljarði króna og er Jones þar með orðinn dýrasti leikmaðurinn í sögu Stoke.
Jones er 25 ára gamall og er landsliðsmaður Trinidad Tóbagó. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning en framherjinn lék nokkra leiki sem lánsmaður hjá Stoke fyrir fimm árum.
,,Kenwyne er virkilega góður leikmaður og þetta eru frábær kaup fyrir félagið. Við þurfum á mörkum að halda og samkeppni og Kenwyne færir okkur þessa hluti. Hann gerði frábæra hluti fyrir Stoke fyrir nokkrum árum og við væntum mikils af honum,“ segir Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke á vef félagsins.