Coppell óvænt hættur með Bristol City

Steve Coppell hefur ákveðið að kveðja.
Steve Coppell hefur ákveðið að kveðja. Reuters

Steve Coppell, sem eitt sinn var knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Reading, segir ferli sínum sem knattspyrnustjóra lokið. Hann hafði stýrt Bristol City í fyrsta leik 1. deildarinnar um síðustu helgi og þessi ákvörðun er því afar óvænt.

Coppell kveðst í yfirlýsingu ekki lengur hafa ástríðu fyrir því að stýra knattspyrnuliði og hann hafi því séð sér þann kost vænstan að hætta. Hann tók við Bristol City í apríl á þessu ári. Hann er 55 ára gamall og þjálfaði Reading í ein sex ár áður en hann tók við Bristol City.

Keith Millen hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Bristol City í stað Coppells og skrifaði hann undir samning til þriggja ára. Millen var áður aðstoðarknattspyrnustjóri hjá félaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert