Danski landsliðsmaðurinn Christian Poulsen hefur skrifað undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Javier Mascherano hefur hins vegar sagst vilja komast í burtu frá Englandi og því má leiða að því líkum að Poulsen sé hugsaður sem eftirmaður Argentínumannsins sem varnarsinnaður miðjumaður.
Liverpool greiddi Juventus tæplega 840 milljónir króna fyrir Poulsen en sú upphæð gæti hækkað upp í rúman milljarð ef Poulsen spilar ákveðinn fjölda leikja.
Poulsen er 30 ára gamall og hefur áður leikið fyrir Roy Hodgson knattspyrnustjóra Liverpool, en það var hjá FC Köbenhavn rétt eftir aldamótin.