Blackpool vann stórsigur á Wigan í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag, 4:0, en nú er sex leikjum í fyrstu umferðinni nýlokið. Fylgst var með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is.
Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton sem gerði markalaust jafntefli við Fulham, James Milner skoraði eitt marka Aston Villa sem vann West Ham 3:0, Blackburn vann 1:0 sigur á Everton, Birmingham náði 2:2 jafntefli gegn Sunderland eftir að hafa lent 2:0 undir, og Wolves vann Stoke 2:1. Markaskorara og gang leikja má sjá hér að neðan.
Bolton - Fulham, 0:0 - Leik lokið
Aston Villa - West Ham, 3:0 - Leik lokið
3:0 65. Mikið hefur verið rætt um að James Milner sé á förum til Manchester City á næstu dögum en sú umræða virðist ekki trufla hann því hann skoraði laglegt mark með skoti utarlega úr vítateignum eftir sendingu frá Marc Albrighton.
2:0 39. Stylian Petrov skallaði boltann af krafti í net Lundúnaliðsins.
1:0 16. Stuart Downing skoraði af stuttu færi eftir þunga sókn heimamanna. Mikill rangstöðufnykur af þessu marki.
Blackburn - Everton, 1:0 - Leik lokið
1:0 15. Kalinic er búinn að koma Blackburn yfir á Ewood Park.
Sunderland - Birmingham, 2:2 - Leik lokið
2:2 88. Sebastian Larsson lagði upp annað mark þegar hann tók aukaspyrnu og sendi boltann á Liam Ridgewell sem jafnaði metin fyrir Birmingham.
2:1 77. Scott Dann skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni þegar hann minnkaði muninn fyrir Birmingham með skalla eftir hornspyrnu frá Sebastian Larsson.
2:0 55. Stephen Carr skoraði sjálfsmark og kom Sunderland í 2:0, eftir að hafa brotið af sér og gefið vítið í fyrra markinu.
44. Lee Cattermole harðjaxlanum í liði Sunderland var vikið af velli. Nædli sér í sitt annað gula spjald.
1:0 24. Framherjinn Darren Bent skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu.
Wigan - Blackpool, 0:4 - Leik lokið
0:4 74. Alex Baptiste skoraði fjórða mark Blackpool eftir skelfileg mistök hjá Chris Kirkland, markverði Wigan.
0:3 42. Marlon Harewood, nýji maðurinn hjá Blackpool er á skotskónu. Hann er búinn að skora sitt annað mark
0:2 38. Nýliðarnir byrja vel og Marlon Harewood er búin að koma þeim í 2:0.
0:1 16. Taylor-Fletcher skorar fyrsta mark nýliðanna á tímabilinu.
Wolves - Stoke, 2:1 - Leik lokið
2:1 54. Abdoulaye Faye minnkaði muninn fyrir Stoke með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf frá Matthew Etherington.
2:0 39. Steven Fletcher er búinn að auka forystu heimamanna.
1:0 37. David Jones kom Úlfunum yfir með skoti af um 20 metra færi.