Englandsmeistaralið Chelsea vann frábæran 6:0 sigur á WBA í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Þeir eru því strax komnir í efsta sæti deildarinnar. Didier Drogba skoraði þrennu, Florent Malouda tvö mörk og Frank Lampard eitt. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Florent Malouda kom Chelsea yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu frá John Obi Mikel. Didier Drogba tók svo aukaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks sem hann skoraði úr og staðan því 2:0 í leikhléi.
Í seinni hálfleiknum skoraði Drogba sitt annað mark á 55. mínútu eftir hornspyrnu, og Frank Lampard jók muninn í 4:0 á 62. mínútu eftir sendingu frá Ashley Cole. Drogba fullkomnaði svo þrennuna sína á 68. mínútu og var skipt af leikvelli tveimur mínútum síðar. Florent Malouda skoraði svo sitt annað mark og sjötta mark Chelsea undir lok leiksins eftir sendingu frá Anelka.
Lið Chelsea: Cech, Paulo Ferreira, Terry, Alex, Cole, Mikel, Essien,
Lampard, Malouda, Anelka, Drogba. Varamenn: Hilario, Ivanovic, Benayoun,
Zhirkov, Kalou, Sturridge, Van Aanholt.
Lið WBA: Carson,
Jara, Pablo, Tamas, Cech, Thomas, Mulumbu, Brunt, Morrison, Dorrans,
Bednar. Varamenn: Myhill, Olsson, Barnes, Miller, Steven Reid, Shorey, Cox.