Pepe Reina tryggði Arsenal eitt stig

Martin Atkinson rekur Joe Cole af leikvelli.
Martin Atkinson rekur Joe Cole af leikvelli. Reuters

Pepe Reina markvörður Liverpool tryggði Arsenal eitt stig þegar liðin skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Reina skoraði sjálfsmark undir lok leiksins eftir að David Ngog hafði náð forystunni fyrir Liverpool í byrjun seinni hálfleiks. Joe Cole var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks og sömu leið fór Arsenal maðurinn Lauren Koscielny undir lok leiksins.

Textalýsing frá leiknum:

90. Leiknum er lokið með 1:1 jafntefli.

90. Rautt spjald!! Koscielny er rekinn af velli fyrir að fá sitt annað gula spjald.

87. MARK!! Arsenal jafnar metin með sjálfsmarki frá Pepe Reina markverði Liverpool. Boltinn fór í stöninga eftir fyrirgjöf frá Rosicky. Reina missti síðan boltann yfir marklínuna eftir pressu frá Chamakh.

85. Pepe Reina með heimsklassa markvörslu þegar hann náði að verja skot frá Tomasi Rosicky. 

72. Minnstu munaði að Theo Walcott tækist að jafna metin en Pepe Reina markvörður Liverpool sá til þess að svo varð ekki. Hann varði meistaralega skot frá Walcott beint úr aukaspyrnu. Í sama mund brýst út mikill fögnuður á Anfield þegar Fernando Torrees er skipt inná fyrir markaskorarann David Ngog.

70. Liverpool er enn 1:0 yfir á móti Arsenal en leikur heimamanna hefur verið  miklu betri en í fyrri hálfleik.

46. MARK!! Óskabyrjun hjá Liverpool sem er manni færri. Frakkinn ungi David Ngog skorar með góðu skoti upp í þaknetið

45. Hálfeikur á Anfield. Staðan er, 0:0, þar sem hæst bar ti tíðinda að Joe Cole var rekinn af velli undir lok hálfleiksins. Arsenal hefur verið sterkari aðilinn í annars frekar bragðdaufum leik.

44. Rautt spjald!! Joe Cole fær að líta rauða spjaldið fyrir brot á Koscielny. Strangur dómur hjá Martin Atkinson en Cole er á leið í þriggja leikja bann.

20. Staðan er enn markalaus á Anfield þar sem gestirnir hafa verið sterkari aðilinn en hvorugt lið hefur náð að skapa sér almennilegt marktækifæri.

Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Skrtel, Gerrard, Jovanovic, Mascherano, Kuyt, Cole, Ngog.
Varamenn: Cavalieri, Aurelio, Torres, Maxi, Babel, Lucas, Kelly.


Arsenal: Almunia, Clichy, Vermaelen, Koscielny, Diaby, Nasri, Eboue, Sagna, Wilshere, Arshavin, Chamakh.
Varamenn: Fabianski, Rosicky, van Persie, Vela, Walcott, Song, Gibbs.

Dómari : Martin Atkinson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert