Real Madrid hækkar tilboðið í Özil

Mesut Özil var frábær á HM og er eftirsóttur.
Mesut Özil var frábær á HM og er eftirsóttur. Reuters

Real Madrid hefur gert þýska liðinu Werder Bremen nýtt tilboð í þýska landsliðsmanninn Mesut Özil. Þýska liðið hafnaði í síðustu viku tilboði Madridarliðsins en nú hefur spænska liðið hækkað tilboðið og hefur boðið Bremen 14 milljónir evra í leikmanninn sem jafngildir 2,1 milljarði íslenskra króna.

Tilboðið sem Bremen hafnaði í síðustu viku hljóðaði upp á 9 milljónir evra en Özil, sem fór á kostum með Þjóðverjum á HM í sumar, á eitt ár eftir af samningi sínum félagið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert