Fulham enn á höttunum eftir Eiði Smára

Eiður Smári í leik með Tottenham á síðustu leiktíð.
Eiður Smári í leik með Tottenham á síðustu leiktíð. Reuters

Að því er fram kemur í enskum fjölmiðlum í dag hefur Mark Hughes knattspyrnustjóri Fulham nú aftur beint spjótum sínum að Eiði Smára Guðjohnsen eftir að hann missti af framherjanum Craig Bellamy til Cardiff City.

Hughes hefur sagt að hann þurfi að styrkja sóknarleik liðsins og að því er fram kemur á netmiðlinum talkSport í dag þá búast forráðamenn Mónakó við tilboði frá Fulham í Eið á næstu dögum.

Eiður á eitt ár eftir af samningi sínum við Mónakó en hann vill róa á önnur mið og hefur mestan áhuga á að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í láni hjá Tottenham síðari hlutann á síðustu leiktíð og skoraði 2 mörk í 14 leikjum með liðinu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert