Arsenal er í viðræðum við Sevilla um kaup á franska miðverðinum Sebastien Squillaci. Þetta upplýsti yfirmaður knattspyrnumála hjá Sevilla við fjölmiðla í dag.
Spænska blaðið AS telur að gengið verði jafnvel frá félagaskiptunum í dag en talið er Arsenal muni þurfi að greiða 8 milljónir evra fyrir leikmanninn. Arsenal hefur verið á höttunum eftir nýjum miðverði eftir að William Gallas, Sol Campbell, Mikael Silvestre og Philippe Senderos var öllum leyft að yfirgefa félagið í sumar.
Squillaci, sem er 30 ára gamall, gekk til liðs við Sevilla frá franska liðinu Lyon árið 2008. Hann var í franska landsliðshópnum sem lék á HM í sumar.