Sex mörk Arsenal - fyrstu stig WBA

Arsenal tekur á móti nýliðum Blackpool.
Arsenal tekur á móti nýliðum Blackpool. Reuters

Arsenal lék nýliðana í Blackpool grátt, 6:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og Theo Walcott skoraði þrennu. Tottenham vann útisigur á Stoke, 2:1, og nýliðar WBA lögðu Sunderland, 1:0. Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton unnu góðan útisigur á West Ham, 3:1.

Grétar lék allan leikinn með Bolton og fékk gula spjaldið fyrir brot eftir hálftíma leik.

Leikir dagsins:

14.00 ARSENAL - BLACKPOOL 6:0 - leik lokið

12. 1:0 - Theo Walcott
kemur Arsenal yfir með skoti frá vítateigslínu hægra megin eftir laglega sókn og sendingu frá Andrei Arshavin.
32. Dæmd vítaspyrna á Blackpool og Ian Evatt er rekinn af velli fyrir að brjóta á Marouane Chamakh.
33. 2:0 - Andrei Arshavin skorar fyrir Arsenal úr vítaspyrnunni.
39. 3:0 - Theo Walcott skorar sitt annað mark eftir sendingu frá Jack Wilshere.
49. 4:0 - Abou Diaby bætir við marki fyrir Arsenal og nýliðarnir eru teknir í kennslustund. Fallegt skot eftir sendingu frá Bacary Sagna.
58. 5:0 - Theo Walcott fullkomnar þrennuna. Drengurinn fer á kostum í dag og nú afgreiðir hann boltann í netið með fínu skoti eftir sendingu frá Diaby.
83. 6:0 - Marouane Chamakh skorar sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í deildinni.

Arsenal: Almunia, Sagna, Song, Vermaelen, Clichy, Diaby, Wilshere, Walcott, Rosický, Arshavin, Chamakh.
Varamenn: Fabianski, Fabregas, van Persie, Vela, Djourou, Eboue, Gibbs.
Blackpool: Gilks, Baptiste, Evatt, Cathcart, Crainey, Sylvestre, Vaughan, Adam, Grandin, Harewood, Taylor-Fletcher.
Varamenn: Halstead, Eardley, Ormerod, Basham, Edwards, Demontagnac, Keinan.

14.00 BIRMINGHAM - BLACKBURN 2:1 - leik lokið

52.
Blackburn fær vítaspyrnu sem Ben Foster markvörður Birmingham ver á glæsilegan hátt frá Morten Gamst Pedersen.
56. 0:1 - Steven Nzonzi skorar fyrir Blackburn af stuttu færi eftir hornspyrnu frá Pedersen.
59. 1:1 - Craig Gardner er fljótur að jafna fyrir Birmingham eftir sendingu frá James McFadden.
73. 2:1 - Craig Gardner skorar aftur fyrir Birmingham.

Birmingham: Foster, Carr, Johnson, Dann, Ridgewell, Larsson, Ferguson, Gardner, McFadden, Jerome, Zigic.
Varamenn: Taylor, Murphy, Bowyer, O'Connor, Derbyshire, Michel, Fahey.
Blackburn: Robinson, Salgado, Samba, Nelsen, Givet, El-Hadji Diouf, Jones, Olsson, Pedersen, Nzonzi, Kalinic.
Varamenn: Bunn, Jacobsen, Emerton, Hoilett, Judge, Morris, Mame Diouf.

14.00 EVERTON - WOLVES 1:1 - leik lokið

42. 1:0 - Tim Cahill
kemur Everton yfir með skoti af stuttu færi eftir að Mikel Arteta skýtur í varnarvegginn úr aukaspyrnu.
75. 1:1 - Sylvan Ebanks-Blake jafnar fyrir Wolves eftir fyrirgjöf frá Kevin Doyle.

Everton: Howard, Hibbert, Jagielka, Distin, Baines, Pienaar, Heitinga, Arteta, Bilyaletdinov, Cahill, Beckford.
Varamenn: Mucha, Saha, Gueye, Osman, Coleman, Fellaini, Rodwell.
Wolves: Hahnemann, Foley, Berra, Craddock, Elokobi, Jarvis, Henry, David Jones, Ward, Ebanks-Blake, Doyle.
Varamenn: Hennessey, Stearman, Halford, Keogh, Milijas, Zubar, Guedioura.

14.00 STOKE - TOTTENHAM 1:2 - leik lokið

20. 0:1 - Gareth Bale
kemur Tottenham yfir þegar Ryan Shawcross varnarmaður Stoke þrumar boltanum í brjóskassann á honum í markteignum!
25. 1:1 - Ricardo Fuller jafnar fyrir Stoke af stuttu færi eftir hornspyrnu frá Matthew Etherington.
30. 1:2 - Gareth Bale skorar aftur fyrir Tottenham, nú með stórglæsilegu skoti frá vítateig eftir fyrirgjöf frá Aaron Lennon.

Stoke: Sörensen, Huth, Abdoulaye Faye, Shawcross, Collins, Delap, Whitehead, Whelan, Etherington, Walters, Fuller.
Varamenn: Begovic, Higginbotham, Sidibe, Pugh, Sanli, Tonge, Wilkinson.
Tottenham: Gomes, Corluka, Dawson, Kaboul, Assou-Ekotto, Lennon, Jenas, Huddlestone, Palacios, Bale, Crouch.
Varamenn: Alnwick, Naughton, Bassong, Kranjcar, Rose, Walker, Livermore.

14.00 WBA - SUNDERLAND 1:0 - leik lokið

80. 1:0 -
Peter Odemwingie, nýi Nígeríumaðurinn hjá WBA, fer vel af stað og skorar í sínum fyrsta leik eftir sendingu frá James Morrison.

WBA: Carson, Jara, Tamas, Olsson, Cech, Morrison, Dorrans, Mulumbu, Brunt, Odemwingie, Thomas.
Varamenn: Myhill, Pablo, Barnes, Bednar, Steven Reid, Shorey, Cox.
Sunderland: Mignolet, Onuoha, Da Silva, Bramble, Richardson, Malbranque, Henderson, Riveros, Elmohamady, Bent, Campbell.
Varamenn: Carson, Bardsley, Zenden, Angeleri, Welbeck, Colback, Waghorn.

14.00 WEST HAM - BOLTON 1:3 - leik lokið

33.
West Ham fær vítaspyrnu en Carlton Cole bregst bogalistin. Grétar Rafn Steinsson brýtur á Cole sem á lélegt skot og Jussi Jääskeläinen ver auðveldlega.
50. 0:1 - Matthew Upson, enski landsliðsmiðvörðurinn hjá West Ham, skorar sjálfsmark. Skallar boltann afturfyrir sig og yfir Robert Green markvörður eftir langt útspark frá Jussi Jääskeläinen markverði Bolton.
70. 0:2 - Johan Elmander bætir við marki fyrir Bolton á Upton Park með þrumuskalla eftir fyrirgjöf frá Chung Young Lee.
81. 1:2 - Mark Noble skorar úr vítaspyrnu fyrir West Ham eftir að Gary Cahill brýtur á Scott Parker.
86. 1:3 - Johan Elmander skorar sitt annað mark fyrir Bolton.

West Ham: Green, Faubert, Gabbidon, Upson, Ilunga, Dyer, Parker, Noble, Barrera, Piquionné, Cole.
Varamenn: Stech, Reid, Tomkins, Boa Morte, Kovac, McCarthy, Sears.
Bolton: Jääskeläinen, Grétar Rafn, Knight, Cahill, Robinson, Lee, Muamba, Holden, Petrov, Kevin Davies, Elmander.
Varamenn: Bogdan, Taylor, Mark Davies, Klasnic, Ricketts, Blake, Andrew O'Brien.

Leikur Wigan og Chelsea hefst síðan kl. 16.15.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert