Enn eitt jafntefli City og Liverpool?

Mario Balotelli í búningi Manchester City.
Mario Balotelli í búningi Manchester City. Reuters

Eng­um þyrfti að koma á óvart þótt leik Manchester City og Li­verpool í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í kvöld lyki með jafn­tefli. Liðin hafa skilið jöfn í fimm af síðustu sjö viður­eign­um sín­um í deild­inni.

Hvort lið mæt­ir með eitt stig í fartesk­inu á Borg­ar­leik­vang­inn í Manchester. Lið City gerði 0:0 jafn­tefli við Totten­ham í London í fyrstu um­ferðinni og Li­verpool  gerði 1:1 jafn­tefli við Arsenal á An­field.

Þá er ekki hægt að bú­ast við fjölda marka í kvöld því viður­eign­ir liðanna hafa ein­kennst af flestu öðru. Aðeins 16 mörk hafa verið skoruð sam­tals í síðustu 11 viður­eign­um liðanna í úr­vals­deild­inni.

Roberto Manc­ini knatt­spyrn­u­stjóri City von­ast eft­ir því að geta teflt Mario Balotelli, Ítal­an­um unga, fram í kvöld. Balotelli tryggði City sig­ur á Tim­iso­ara í Rúm­en­íu á fimmtu­dag, í Evr­ópu­deild UEFA, en fékk högg á hné og er tæp­ur af þeim sök­um. Manc­ini hef­ur farið fögr­um orðum um Balotelli og sagt að hann hafi alla burði til að verða betri en Fern­ando Tor­res, fram­herji Li­verpool.

Hjá City vant­ar Al­eks­and­ar Kol­arov og Jér­ome Boa­teng, tvo af nýju mönn­un­um, sem og Wayne Bridge, en James Milner gæti spilað sinn fyrsta leik eft­ir að hann var keypt­ur af Ast­on Villa fyr­ir helg­ina.

Li­verpool verður án Joe Cole, sem byrj­ar að afplána þriggja leikja bann. Þá er óvíst með Daniel Ag­ger sem er að jafna sig eft­ir höfuðhögg og Javier Mascherano sem hef­ur glímt við meiðsli í kálfa.

Leik­ur liðanna hefst klukk­an 19 á Borg­ar­leik­vang­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert