Trezeguet á leið til Liverpool?

David Trezeguet fagnar marki fyrir Juventus.
David Trezeguet fagnar marki fyrir Juventus. Reuters

Enska knattspyrnufélagið Liverpool er í baráttu við spænsku félögin Zaragoza og Hercules um að fá franska sóknarmanninn David Trezeguet til sín frá Juventus á Ítalíu, að sögn umboðsmanns Frakkans.

Umboðsmðaurinn, Antonio Caliendo, sagði við ítalska vefmiðilinn Calciomercato.it í dag að þessi þrjú félög vildu fá Trezeguet sínar raðir. „Við erum að skoða tilboðin í dag og vitum meira á morgun," sagði Caliendo.

Trezeguet er 32 ára og hefur skorað 34 mörk í 71 landsleik fyrir Frakkland. Hann hefur spilað með Juventus í 10 ár og skorað 138 mörk í 245 leikjum í A-deildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert