Mourinho útilokar Liverpool

José Mourinho væri alveg til í að snúa aftur til …
José Mourinho væri alveg til í að snúa aftur til Englands. Ekki þó á Anfield. Reuters

José Mourinho, hinn litríki þjálfari knattspyrnustórveldisins Real Madrid, kveðst geta hugsað sér að snúa aftur til Englands og stýra flestum sterkustu liðunum þar - nema Liverpool.

Mourinho var knattspyrnustjóri Chelsea í fjögur ár með góðum árangri en undir hans stjórn varð félagið m.a. enskur meistari tvö ár í röð.

„Manchester United væri frábær áskorun fyrir mig. En Liverpool er ekki félag fyrir mig. Ég veit ástæðuna en get ekki sagt ykkur hana," sagði Mourinho í viðtali við The Mirror.

„Ég gæti hugsað mér Tottenham og Everton, jafnvel Arsenal. Þetta eru allt fín félög með virkilega góða knattspyrnustjóra. Maður getur alltaf látið hugann reika um hvað tekur við eftir eitt, tvö, þrjú eða fjögur ár. Það er aldrei að vita hvað gerist. Mig dreymdi um að verða einhvern tíma stjórnandi Real Madrid og sá draumur rættist, sem er ótrúlegt," sagði Portúgalinn ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert