Robinho hafnar boði Fenerbache

Robinho hafði ekki áhuga á Tyrklandi.
Robinho hafði ekki áhuga á Tyrklandi. Reuters

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Robinho hefur hafnað því að fara til tyrkneska félagsins Fenerbache en Manchester City hafði samþykkt tilboð Tyrkjanna í hann og gefið þeim leyfi til að ræða við sóknarmanninn öfluga.

„Með allri virðingu fyrir tyrkneskum fótbolta, þá fer ég ekki þangað í bili. Það eina sem ég vil segja er að ég ætla að spila áfram í Evrópu, annaðhvort á Ítalíu eða á Spáni," sagði Robinho við vefmiðilinn globoesporte.com.

Robinho er kominn aftur til City eftir hálfs árs lánsdvöl hjá Santos í heimalandi sínu. City keypti hann af Real Madrid fyrir 32,5 milljónir punda sumarið 2008 en hann náði sér ekki á strik síðasta vetur og var í kjölfarið lánaður heim til Brasilíui. City hafnaði því að lána hann áfram til Santos og ætlar sér að fá einhvern hluta kaupverðsins til baka með því að selja hann sem fyrst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert