Liverpool er í efsta styrkleikaflokki ásamt m.a. Íslendingaliðinu AZ Alkmaar fyrir dráttinn í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA sem fram fer í dag. Manchester City er hinsvegar í öðrum flokki.
Liðunum er skipt í fjóra styrkleikaflokka fyrir dráttinn og er dregið eitt lið í hvern lið úr hverjum flokki. Þau lið sem eru í sama styrkleikaflokki lenda því ekki saman. Flokkarnir eru þannig skipaðir:
1. flokkur: Atlético Madrid, Liverpool, Sevilla, Porto, Villarreal, CSKA Moskva, PSV Eindhoven, Zenit St.Pétursborg, Juventus, Sporting Lissabon, Stuttgart, AZ Alkmaar.
2. flokkur: Steaua Búkarest, Lille, Dynamo Kiev, Anderlecht, Bayer Leverkusen, París SG, Club Brugge, Palermo, Getafe, Besiktas, Manchester City, Sampdoria.
3. flokkur: Sparta Prag, AEK Aþena, Metalist Kharkiv, Levski Sofia, Rosenborg, Salzburg, CSKA Sofia, OB, Napoli, Dortmund, Dinamo Zagreb, BATE Borisov.
4. flokkur: Aris Saloniki, Rapid Vín, PAOK Saloniki, Lech Poznan, Karpaty Lviv, Young Boys, Utrecht, Gent, Lausanne-Sport, Sheriff, Debreceni, Hajduk Split.
Eins og sjá má geta Rúrik Gíslason og félagar í danska liðinu OB lent á móti bæði Liverpool og Manchester City.