Arsenal var að skjótast á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, um stundarsakir að minnsta kosti, eftir góðan útisigur á Blackburn, 2:1, í dag. Theo Walcott og Andrei Arshavin gerðu mörk Arsenal en Mamebiram Diouf setti mark heimamanna.
Arsenal hefur 7 stig í efsta sæti en Chelsea getur endurheimt toppsætið síðar í dag með því að fá stig í leiknum á móti Stoke.
Textalýsing:
1:2 (51.) Arsenal er komið yfir á ný á Ewood Park. Rússinn Andrei Arshavin náði frákastinu eftir markvörslu Paul Robinson og skoraði af miklu öryggi.
1:1 (26.) Það tók heimamenn ekki langan tíma að jafna metin en eftir vel útfærða sókn skoraði Senegalinn Mamebiram Diouf, lánsmaðurinn frá Manchester United. Hann er líka heitur eins og Walcott en framherjinn skoraði þrennu í vikunni gegn Norwich í deildabikarnum.
0:1 (20.) Theo Walcott er sjóðheitur þessa dagana. Kantmaðurinn eldfljóti fékk frábæra sendingu frá Van Persie innfyrir vörn Blackburn og skoraði með föstu hnimiðuðu skoti.
Blackburn: Robinson, Salgado, Nelsen, Samba, Givet, El-Hadji Diouf, Jones, Pedersen, Grella, Mame Diouf, Kalinic. Varamenn: Bunn, Olsson, Emerton, Dunn, Nzonzi, Hoilett, Chimbonda.
Arsenal: Almunia,
Sagna, Koscielny, Vermaelen, Clichy, Diaby, Song, Fabregas, Walcott, van
Persie, Arshavin. Varamenn: Fabianski, Rosicky, Vela, Wilshere, Eboue,
Gibbs, Chamakh