Ferguson óánægður með Wenger

Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger.
Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger. Reuters

Knattspyrnustjórarnir Sir Alex Ferguson hjá Manchester United og Arsene Wenger hjá Arsenal hafa í árana rás lent í smá orðaskaki innan sem utan vallar. Oftast hefur verið um hálfgert sálfræðistríð þeirra á milli en að þessu sinni er það nafn Paul Scholes, leikmanns United, sem hefur komið af stað ágreiningi þeirra.

Ferguson er óhress með ummæli sem höfð voru eftir Wenger á dögunum. Wenger sagðist vera mikill aðdáandi Paul Scholes en lýsti því jafnframt yfir að leikmaðurinn ætti sínar dökku hliðar inni á vellinum.

Þessi orð fóru fyrir brjóstið á Ferguson en Scholes hefur verið í fóstri Fergusons í fjölda ára og hefur þessi 36 ára gamli miðjumaður farið ákaflega vel af stað á þessari leiktíð.

,,Ég veit ekki af hverju Wenger sagði þetta. Þegar þú ert spurður álits á einhverjum með hæfileika og getu á borð við Paul Scholes þá get ég ekki séð hvernig þú getur sagt svona. Það er mjög auðvelt að horfa á dökkar hliðar leikmanna.

Ég gæti sagt það um hvaða leikmann Arsenal sem er en það er óþarfi. Paul er ekki besti tæklarií heimi en hann hefur ekki meitt neinn. Þú átt að horfa til styrks hans,þá hæfileika sem hann hefur sýnt og einnig það framlag sem hann hefur fært ensku knattspyrnunni í meira en 18 ár. Það er magnað,“ sagði Ferguson við fréttamenn.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert