Netmiðillinn caughtoffside.com sem tengist mjög gulu pressunni á Englandi greinir frá því í kvöld að Roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool hafi áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen til liðs við sig en fyrr í dag greindi Sky frá því að Stoke hefði augastað á Eiði sem er samningsbundinn Mónakó.
Að því er fram kemur á caughtoffside.com þyrfti Liverpool að punga út 4,5 milljónum punda fyrir Eið Smára en Mónakó er reiðubúið að láta leikmanninn fara frá félaginu.
Eiður hefur einnig verið orðaður við Fulham en það ætti að skýrast á næstu dögum hvar Eiður kemur til að spila í vetur en félagaskiptaglugganum verður lokað á miðvikudaginn.