Gylfi fundar með Hoffenheim í London

Gylfi Þór Sigurðsson fer að óbreyttu til Þýskalands.
Gylfi Þór Sigurðsson fer að óbreyttu til Þýskalands. mbl.is/Eggert

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska fyrstu deildar liðsins Reading, er í samningaviðræðum við þýska liðið Hoffenheim um að ganga til liðs við félagið en það var fréttavefur Morgunblaðsins sem greindi frá því fyrstur allra fjölmiðla á laugardagskvöldið að félagaskipti væru í vændum hjá Gylfa.

Forráðamenn Hoffenheim, sem er á toppnum í þýsku knattspyrnunni eftir tvær umferðir, hafa verið með Gylfa undir smásjánni um nokkurt skeið. Gylfi er staddur í London ásamt föður sínum og umboðsmanni og þeir hitta forráðamenn Hoffenheim fyrir hádegi í dag en félagið vill gera fjögurra ára samning.

Nánar er fjallað um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert