Carragher skoraði sjálfsmark úr vítaspyrnu

Jamie Carragher skoraði úr vítaspyrnum fyrir bæði liðin.
Jamie Carragher skoraði úr vítaspyrnum fyrir bæði liðin. Reuters

Jamie Carragher, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, skoraði fyrir bæði Liverpool og Everton þegar nágrannafélögin mættust í ágóðaleik hans á Anfield í dag.

Liverpool vann þar Everton 4:1 en liðin voru skipuð ýmsum kunnum leikmönnum og í Liverpoolbúningnum voru m.a. fyrrum liðsmenn félagsins þeir Luis García, Emile Heskey og Michael Owen.

Carragher skoraði fyrir Liverpool úr vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum og í þeim síðari bættu Luis García, Joe Cole og Nathan Eccleston við mörkum.

Skömmu fyrir leikslok var dæmt vítaspyrna á Carragher þegar hann felldi James Vaughan, sóknarmann Everton. Carragher, sem var stuðningsmaður Everton á sínum yngri árum, bauðst til að taka spyrnuna fyrir þá bláklæddu og skoraði af öryggi!

Um 35 þúsund manns mættu á leikinn sem haldinn var í tilefni af því að Carragher hefur nú leikið með Liverpool í 16 ár. Ágóðinn af leiknum nemur nálægt einni milljón punda sem Carragher ætlar að skipta á milli hinna ýmsu góðgerðarstofnana í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert