Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke City, segir að það sé alveg ljóst að Eiður Smári Guðjohnsen muni spila fyrsta leik liðsins eftir landsleikjahléið, gegn Aston Villa mánudaginn 13. september.
Eiður hefur æft af krafti með Stoke síðan hann gekk til liðs við félagið síðasta þriðjudag en bæði hann og Pulis höfðu sagt í byrjun að þar sem hann væri ekki í formi væri óvíst um þátttöku hans í leiknum við Villa.
„Enda þótt Eiður eigi eftir að komast í betra form er hann frábær atvinnumaður. Enda þurfti hann að vera það til að spila í þeim gæðaflokki sem hann hefur gert og ná þeim árangri sem hann hefur náði. Það fer eftir því hversu mikið við náum að vinna með hann, hvort hann verður í byrjunarliðinu gegn Villa, eða hefur leikinn á bekknum," sagði Pulis á vef Stoke í dag.