Rooney og Coleen óska eftir friði frá fjölmiðlum

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Reuters

Wayne Rooney framherji Manchester United og eiginkona hans Coleen hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau biðla til fréttamanna um að fá frið og að fjölmiðlar virði einkalíf þeirra.

Hjónin segja að síðustu sex dagar hafi verið afar sársaukafullir en sem kunnugt er slógu ensku götublöðin því upp um síðustu helgi að Rooney hafi nýtt sér þjónustu vændiskvenna í nokkur skipti.

Í yfirlýsingu hjónanna segir meðal annars: 

,,Það er ómögulegt fyrir okkur eins og fyrir hverja aðra fjölskyldu að gera tilraun til að leysa mál í fjölmiðum þar sem sögusagnir eru ónákvæmar. Við viljum þess vegna óska eftir því að fjölmiðlar virði einkalíf okkar og rétt okkar fjölskyldu til að ræða málin í einrúmi.“

Rooney verður í eldlínunni á morgun þegar hann fer með Manchester United á sinn gamla heimavöll þegar United mætir Everton.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert