Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea byrjuðu með miklum látum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Arsenal burstaði Braga frá Portúgal, 6:0, og Chelsea vann Zilina í Slóvakíu, 4:1. AC Milan, Real Madrid og Bayern München unnu sína leiki.
Cesc Fabregas og Carlos Vela skoruðu tvö mörk hvor fyrir Arsenal gegn Braga. Nicolas Anelka skoraði tvívegis fyrir Chelsea gegn Zilina, Zlatan Ibrahimovic gerði bæði mörk AC Milan gegn Auxerre, 2:0, og Gonzalo Higuaín skoraði seinna mark Real Madrid sem vann Ajax, 2:0, í fyrsta Evrópuleiknum undir stjórn José Mourinho. Þeir Thomas Müller og Miroslav Klose skoruðu seint í leik Bayern gegn Roma sem endaði 2:0.
Úrslit kvöldsins:
E-RIÐILL:
Bayern München - Roma 2:0 LEIK LOKIÐ
Thomas Müller 78., Miroslav Klose 83.
CFR Cluj - Basel 2:1 LEIK LOKIÐ
Ionut Rada 9., Lacina Traoré 12. - Valentin Stocker 45.
F-RIÐILL:
Marseille - Spartak Moskva 0:1 LEIK LOKIÐ
César Azpilicueta 81. (sjálfsm.)
Zilina - Chelsea 1:4 LEIK LOKIÐ
Tomás Oravec 55. - Nicolas Anelka 24., 28., Michael Essien 13., Daniel Sturridge 48.
G-RIÐILL:
AC Milan - Auxerre 2:0 LEIK LOKIÐ
Zlatan Ibrahimovic 66., 69.
Real Madrid - Ajax 2:0 LEIK LOKIÐ
Vurnon Anita 31. (sjálfsm.), Gonzalo Higuaín 73.
H-RIÐILL:
Arsenal - Braga 6:0 LEIK LOKIÐ
Cesc Fabregas 9.(víti), 53., Carlos Vela 69., 84., Andrei Arshavin 30., Marouane Chamakh 34.
Shakhtar Donetsk - Partizan Belgrad 1:0 LEIK LOKIÐ
Darijo Srna 71.
Fylgst var með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is:
90. BÚIÐ. Flautað af í Rúmeníu þar sem Cluj vinnur Basel og þar með er öllum átta leikjum kvöldsins lokið.
90. BÚIÐ. Leikjum ensku liðanna er lokið. Arsenal burstar Braga frá Portúgal 6:0 á Emirates og Chelsea sigrar Zilina í Slóvakíu, 4:1.
88. Chelsea hefur skipt inná fyrsta leikmanninum í sögu Meistaradeildar Evrópu sem er fæddur eftir að fyrsti leikur hennar fór fram. Josh McEachran heitir hann, fæddur 1. mars 1993, en fyrsti leikur keppninnar var háður 25. nóvember 1992.
84. MARK. Sjötta mark Arsenal er komið. Cesc Fabregas er enn á ferð og gefur nú á Carlos Vela sem skorar sitt annað mark, 6:0.
83. MARK. Einu marki fylgir annað. Bayern er búið að skora aftur gegn Roma og nú er það jaxlinn Miroslav Klose, 2:0.
82. MARK. Og þá er ljóst að enginn leikur kvöldsins verður markalaus. Rússarnir í Spartak Moskva hafa skorað í frönsku hafnarborginni Marseille, 0:1. Sjálfsmark frá Cesar Azpilicueta.
79. MARK. Markaleysið í München er á enda. Thomas Müller, sá bráðefnilegi piltur, kemur Bayern yfir gegn Roma, 1:0.
73. MARK. Hinn argentínski Gonzalo Higuaín skorar aftur fyrir Real Madrid gegn Ajax, 2:0, eftir sendingu frá Mesut Özil.
71. MARK. Króatinn Dario Srna kemur Úkraínumönnunum í Shakhtar yfir gegn Serbunum í Partizan, 1:0.
69. MARK. Zlatan Ibrahimovic er hrokkinn í gang á San Siro. Hann skorar annað mark sitt fyrir AC Milan með tveggja mínútna millibili gegn Frökkunum í Auxerre, 2:0.
69. MARK. Og nú er fimmta markið komið á Emirates. Carlos Vela, mexíkóski framherjinn, skorar eftir laglega sendingu frá Arshavin, 5:0.
67. MARK. Loks er markaleysið í Mílanóborg rofið. Zlatan Ibrahimovic, hver annar, skorar fyrir AC Milan gegn Auxerre, 1:0.
67. STÖNG. Andrei Arshavin er hársbreidd frá því að skora fimmta mark Arsenal. Hann á þrumuskot í stöng eftir góða sókn.
55. MARK. Petr Cech markvörður Chelsea þarf að sækja tuðruna í netið í Slóvakíu. Admir Vladavic sagður skora fyrir heimamenn, einhverjir segja reyndar að Alex hafi gert sjálfsmark. Að lokum fær Tomás Oravec markið á sinn reikning.
53. MARK. Arsenal svarar Chelsea í sömu mynt og er komið í 4:0 gegn Braga á Emirates! Nú skallar Cesc Fabregas í mark Portúgalanna eftir sendingu frá Andrei Arshavin. Annað mark fyrirliðans í kvöld.
48. MARK. Það halda Chelsea engin bönd í Slóvakíu. Daniel Sturridge hefur bætt við fjórða markinu, 0:4. Yossi Benayoun hefur átt stórleik í kvöld og leggur markið upp.
45. HÁLFLEIKUR.
45. MARK. Basel lagar stöðuna í Rúmeníu með marki frá Stocker, staðan 2:1 fyrir Cluj.
33. MARK. Það er ensk veisla í kvöld. Arsenal er búið að jafna Chelsea með því að komast í 3:0 gegn Braga á Emirates. Nú er það Marouane Chamakh sem skorar eftir veggspil við Jack Wilshere.
31. MARK. Þá er Real Madrid búið að skora fyrsta markið í deildinni undir stjórn Mourinhos. Gonzalo Higuaín kemur Real yfir gegn Ajax, 1:0, eftir fyrirgjöf frá Xabi Alonso.
30. MARK. Arsenal styrkir stöðu sína gegn Braga á Emirates. Andrei Arshavin skorar, 2:0, eftir glæsilegan undirbúning hjá Cesc Fabregas.
28. MARK. Chelseamenn eru ekki hættir og Nicolas Anelka er búinn að skora aftur í Slóvakíu. Staðan er 0:3. John Terry skallar í þverslá eftir hornspyrnu frá Malouda og Anelka fylgir eftir af stuttu færi.
24. MARK. Chelsea er komið í enn þægilegri stöðu í Slóvakíu. Nicolas Anelka bætir við marki, 0:2, eftir sendingu frá Florent Malouda.
13. MARK. Chelsea er komið yfir í Slóvakíu gegn Zilina. Michael Essien er þar á ferð, 0:1. Góð sókn, sending frá Yossi Benayoun á Nicolas Anelka sem sendir frá vinstri á Essien og hann afgreiðir boltann í netið.
12. MARK. Traoré bætir við marki fyrir Cluj gegn Basel, 2:0.
9. MARK. Felipe markvörður Braga brýtur á Chamakh framherja Arsenal. Vítaspyrna og Cesc Fabregas skorar, 1:0 fyrir Arsenal.
9. MARK. Rada skorar fyrir Rúmenana í Cluj gegn Basel frá Sviss, 1:0.
Arsenal: Almunia, Sagna, Koscielny, Squillaci, Clichy, Nasri, Song, Fabregas, Wilshere, Arshavin, Chamakh.
Varamenn: Fabianski, Rosicky, Vela, Denilson, Djourou, Eboue, Gibbs.
Braga: Felipe, Miguel Garcia, Moises, Rodriguez, Silvio, Vandinho, Aguiar, Hugo Viana, Alan, Matheus, Paulo Cesar.
Varamenn: Artur Moraes, Paulao, Mossoro, Helder Barbosa, Lima, Madrid, Elton.
Zilina: Dubravka, Guldan, Piacek, Pecalka, Mraz, Jez, Babatounde, Rilke, Ceesay, Vladavic, Oravec.
Varamenn: Krnac, Angelovic, Leitner, Majtan, Poliacek, Sourek, Vittor.
Chelsea: Cech, Ivanovic, Alex, Terry, Zhirkov, Essien, Mikel, Benayoun, Sturridge, Anelka, Malouda.
Varamenn: Turnbull, Ramires, Ferreira, Kalou, Van Aanholt, Kakuta, McEachran.