Terry: Skulda öllum Chelsea mönnum Evrópumeistaratitilinn

John Terry fyrirliði Chelsea.
John Terry fyrirliði Chelsea. Reuters

John Terry fyrirliði Chelsea segir að hann muni deyja sem óhamingjusamur maður ef honum tekst ekki að leiða Chelsea til sigurs í Meistaradeildinni. Lundúnaliðið hefur lagt allt kapp undanfarin ár að fara alla leið í keppninni en hefur ekki orðið að ósk sinni.

Chelsea hefur þátttöku í Meistaradeildinni í Slóvakíu í kvöld þar sem liðið mætir Zilina og eins og liðið hefur farið af stað á tímabilinu ættu Terry og samherjar hans að vinna öruggan sigur.

Terry fékk gullið tækifæri á að landa Evrópumeistaratitlinum árið 2008 en honum brást bogalistin í vítakeppni á móti Manchester United. Ári síðan sló Barcelona lið Chelsea út í undanúrslitum með marki frá Andres Iniesta í uppbótartíma á Stamford Bridge.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert