Forráðamenn Manchester United greindu frá því í dag að aðgerðin sem Ekvadorinn Antonio Valencia gekkst undir í gær hafi tekist mjög vel en leikmaðurinn ökklabrotnaði og sleit liðbönd að auki í viðureign Manchester United og Rangers í Meistaradeildinni í fyrrakvöld.
Að því er fram kemur á vef Manchester United er reiknað með því að Valencia verði frá keppni stóran hluta tímabilsins.
„Aðgerðin heppnaðist vel. Stálplötu var komið fyrir við brotið og þá urðu verulegar skemmdir á liðböndum. Hann kemur til með að missa stóran hluta tímabilsins en Antonio líður vel og er afar jákvæður,“ segir talsmaður United á vef félagsins.