Sam Allardyce knattspyrnustjóri Blackburn sakar kollega sinn hjá Arsenal, Arsene Wenger, um að nota fjölmiðlanna til hafa áhrif á dómaranna og gera leikmenn Arsenal ósnertanlega.
Wenger kvartaði yfir tæklingu sem Abou Diaby hlaut í leiknum á móti Bolton um síðustu helgi sem varð til þess að hann gat ekki spilað á móti Braga í Meistaradeildinni í gærkvöld.
,,Wenger er afar skynsamur í því að hafa áhrif á dómara, eftirlitsmenn og alla í fótboltanum. Það gerir hann í fjölmiðlum. Hann er núna með flesta fjölmiðla í vasanum,“ segir Allardyce en hann og Wenger hafa lengi eldað grátt silfur saman, innan sem utan vallar.